Búið er að sleppa öðrum þeirra tveggja sem voru handteknir í tengslum við stunguárás í lest í Bretlandi í gærkvöld. Einn er enn í lífshættu.Tveir karlmenn á fertugsaldri voru handteknir grunaðir um árásina en öðrum hefur verið sleppt. Ellefu særðust í árásinni, nokkrir alvarlega.Sá sem er enn í lífshættu var starfsmaður um borð í lestinni sem reyndi að stöðva árásarmanninn. Lestin var á leið frá Doncaster á Norðaustur-Englandi til Lundúna í gærkvöld þegar árásin var framin. Breska lögreglan segir ekkert benda til þess að árásin hafi verið hryðjuverk.EPA / Tayfun Salci