Fimm þúsund manns standa þétt á og við litla sandströnd við bæinn Cascais í Portúgal eldsnemma á laugardagsmorgni í október. Öll eru klædd níðþröngum sundgöllum með sundhettur á höfði og sundgleraugu yfir. Spennustigið er hátt og fæst hafa náð að sofa vel nóttina áður, þurft að rífa sig upp löngu fyrir birtingu til að næra sig og komast á staðinn....