Um þrjú þúsund pör og einstaklingar hafa farið í tæknifrjóvgun og yfir 1.600 börn hafa fæðst hér á landi síðustu fimm ár eftir slíka meðferð. Börnunum hefur fjölgað jafnt og þétt.Á sama tíma hefur frjósemi á Íslandi aldrei verið minni frá því að mælingar hófust, árið 1853. Í fyrra fækkaði lifandi fæddum börnum um fjögur milli ára. Þá fæddust alls 4.311 lifandi börn; 2.224 drengir og 2.087 stúlkur.Nýlegar rannsóknir sýna að fólk frestar barneignum í meiri mæli en áður. Það sést einna helst þegar litið er til menntunar. Áður fyrr voru konur á lægsta menntunarstigi líklegri til að eignast börn. Eftir síðustu aldamót snerist þróunin við. Í dag eru konur með meistaragráðu eða doktorspróf líklegri til barneigna.Snorri Einarsson, yfirlæknir á Livio og sérfræðingur í frjósemislækningum, segist fin