Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt ný lög sem bannar áhrifavöldum þar í landi að deila ráðleggingum um hin ýmsu málefni, hafi þeir ekki menntun til þess. Lögin eiga einkum við um ráðleggingar sem snúa að heilsu, næringu, fjárhag, menntun og lögfræði og er ætlað að sporna við dreifingu rangra og jafnvel skaðlegra upplýsinga.Þá verður áhrifavöldum einnig óheimilt að auglýsa lyf og fæðubótarefni. Geti áhrifavaldur ekki framvísað prófskírteini eða vottun sem sýni fram á að hann sé menntaður í þeim málaflokki sem hann gefur út ráðleggingar um, þarf viðkomandi að fjarlægja efnið af samfélagsmiðlum.Samfélagsmiðlar á borð við Weibo og Douyin, kínversku útgáfu TikTok, munu einnig bera ábyrgð á að tryggja að efni á miðlum þeirra geti heimilda og innihaldi réttar upplýsingar. SPORNA VIÐ UPPLÝSINGAÓREI