Staðreyndirnar eftir Hauk Má Helgason segir frá Steini sem verður uppvís að einhvers konar hneyksli sem gerir út um framtíð hans í stjórnmálum. Honum er því boðin staða hjá nýstofnaðri Upplýsingastofu og er falið að leiða þróun opinbers staðreyndagrunns, vitvélar sem á að gegna lykilhlutverki í baráttu stjórnvalda gegn upplýsingaóreiðu.„Þetta er tiltölulega stutt skáldsaga,“ segir Sverrir Norland gagnrýnandi Kiljunnar á RÚV. „Þessi vitvél á að halda utan um „vottaðar“ eða „samþykktar“ staðreyndir í íslensku samfélagi sem er svolítið skemmtileg hugmynd.“„Svo fylgjumst við með þeirri vinnu sem er mjög kostulegur ógjörningur. Maður veltir fyrir sér, að skrifa bók árið 2025 um gervigreind sem við vitum ekkert hvernig er að þróast, það er svolítið kjarkað.“Að sögn Sverris er Steinn dæmigerður „