Bilun í björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein varð til þess að ekki var hægt að bregðast við útkalli vegna vélarvana báts úti af Garðskaga á Reykjanesi í dag. Við undirbúning ferðarinnar kom í ljós bilun í rafbúnaði; rafgeymar voru tómir og ekki hægt að ræsa vélina.„Það var allt bara steindautt. Vélarnar fóru ekkert í gang,“ segir Tómas Logi Hallgrímsson, formaður Björgunarbátasjóðs Suðurnesja. Sjómaður sem var á veiðum á nærliggjandi báti hafi hins vegar tekið vélarvana bátinn í tog og siglt með hann í höfn. BÚNAÐUR ORÐINN GAMALL OG ÞREYTTUR Skipta þurfi um varahlut og á Tómas von á að hægt verði að ráðast í viðgerð í dag eða á morgun. Hins vegar sé mikilvægt að fá nýtt skip því Hannes Þ. Hafstein sé 40 ára og allur búnaður í honum orðinn þreyttur.„Við höldum þessu skipi í fullkomnu sta