Evrópusambandið hvatti yfirvöld í Afríkuríkinu Tansaníu í dag til þess að stilla í hóf viðbrögðum við ofbeldisöldunni sem reið yfir landið eftir nýafstaðnar forsetakosningar. Forsetinn, Samia Suluhu Hassan, var endurkjörinn með 98% atkvæða og stjórnarandstaðan í landinu vill meina að brögð hafi verið þar í tafli. „VIÐ HÖFUM HEYRT Í HRÍÐSKOTABYSSUM, ÖSKRUM OG GRÁTI“ Átta íslensk ungmenni, sjö stúlkur og einn piltur, eru stödd í Tansaníu, nánar tiltekið eyjunni Sansíbar. Þau segja ástandið í landinu hræðilegt. „Við höfum heyrt í hríðskotabyssum, öskrum og gráti,“ segir Júlía Ingvarsdóttir. „Það eru hryðjuverk í gangi um alla Tansaníu og skotárásir hafa verið í götunni okkar.“Þau hafi ekkert komist út af gistihúsinu sem þau búa á, þar sem útgöngubann er í gildi.„Sett hefur verið útgönguban