Útflutningur frá Íslandi til Bandaríkjanna hefur hríðfallið eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um umfangsmiklar tollahækkanir í vor. Hagfræðingur segir stöðugleika í augsýn en að útflutningsfyrirtæki gætu þurft að horfa til annarra markaða.Trump tilkynnti í apríl að hann ætlaði að hækka tolla á innfluttar vörur frá öllum heimshornum. Áhrifin létu ekki á sér standa og útflutningur til Bandaríkjanna dróst saman.Aðeins mánuði síðar var útflutningur frá Íslandi til Bandaríkjanna um 40% minni en árið áður. Hann hefur dregist saman um 23% frá því í vor.Þetta er bein afleiðing tollastefnu Trumps, segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Þá hafi virði Bandaríkjadals gagnvart krónunni lækkað um rúm 10% í ár.„Þetta tvennt leggst í rauninni saman í sömu áttina að því að