Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Leita byssumanna í grískum fjölskylduerjum

Lögreglan á grísku eyjunni Krít leitar nú að skotárásarmönnum sem urðu tveimur að bana og særðu tíu í gær. Tveir karlmenn hafa þegar verið handteknir.Árásin átti sér stað í fjallabænum Vorizia og tengist langvarandi deilum milli Kargakis og Fragiadakis fjölskyldnanna vegna beitilands. Yfirvöld telja árásina hafa verið gerða í hefndarskyni vegna sprengingar í nýbyggingu í bænum kvöldið áður.Tvö þeirra særðu liggja einnig undir grun um aðild að árásinni. Yfirvöld segja fleiri en 1000 skotum hafa verið skotið að heimilum, bifreiðum og þorpsbúum með rússneskum hríðskotarifflum. BLÓÐHEFNDIR OG BYSSUR ÚTBREITT VANDAMÁL Lögreglulið frá höfuðborginni Aþenu á meginlandi Grikklands var kallað til Krítar til að liðsinna lögreglunni á eyjunni við rannsókn málsins, þar á meðal sérstök lögregludeild
Leita byssumanna í grískum fjölskylduerjum

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta