Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Obama styður Mamdani

Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við flokksbróður sinn Zohran Mamdani, í komandi borgarstjórakosningum í New York-borg. Hinn 34 áraMamdani hlaut afgerandi kosningu í forvali Demókrata á dögunum en er engu að síður ekki með óskoraðan stuðning helstu forvígismanna flokksins, þar sem hann er langt úti á vinstri vængnum og afar gagnrýninn á dráp Ísraelshers á almennum borgurum á Gaza.Hans helsti keppinautur er Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri New York-ríkis, sem tapaði fyrir Mamdani í forvali Demókrata og býður sig fram sem óháður frambjóðandi.Í skoðanakönnunum mælist Mamdani með um og yfir 10 prósenta forskot á Cuomo fyrir kosningarnar á þriðjudag.
Obama styður Mamdani

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta