Leikarinn Sigurbjartur Sturla Atlason túlkar Hamlet í nýjustu sýningu Borgarleikhússins. Sigurbjartur er í skýjunum með hlutverkið og hlakkar til að sýna hvað í honum býr. Kona hans, Kolfinna Nikulásdóttir, leikstýrir en parið er með margt á prjónunum í framtíðinni.