Mikligarður spilar stórt hlutverk í þróun matvörumarkaðs á Íslandi en þegar verslunin opnaði í Holtagörðum í Sundahverfi árið 1983 var hún sú stærsta hér á landi, eða tæpir átta þúsund fermetrar. Þar var boðið var upp á ýmsar nýjungar sem ekki höfðu sést áður í verslunum á Íslandi.