Sameinuðu þjóðirnar áætla að Ísraelar hafi jafnað við jörðu yfir 90 prósent bygginga á Gaza. Ísraelskir ráðherrar hafa rætt opinberlega um áform um að reka alla Palestínumenn frá Gaza, taka yfir landsvæðið og koma þar upp byggð fyrir Ísraela.„Til er viðskiptaáætlun, búin til af færasta fólki sem finnst, og er á borðinu hjá Trump, um hvernig þetta geti orðið fasteignagullnáma, án gríns,“ sagði Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísraels, á ráðstefnu í gær.Fjármálaráðherrann sagði að niðurrifi, eins og hann orðaði hernað Ísraela, væri lokið og að brátt kæmi að uppbyggingu. Viðræður væru hafnar um skiptingu á Gaza, sem tilheyrir Palestínu, milli Bandaríkjamanna og Ísraela. Bandaríkjastjórn hefur ekki tjáð sig um yfirlýsingar ráðherrans.