„Það hefur verið ótrúlega gaman að vinna á Hrauninu í sumar, best er þó þegar ég fer inná gangana með föngum og við eyðum hluta úr deginum saman að elda og baka eitthvað gott,“ segir veitingamaðurinn Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel. Hann hóf störf sem matreiðslumaður í fangelsinu á Litla Hrauni og á Hólmsheiði í byrjun maí.