Fimmtungi færri segjast vera trúaðir nú en við síðustu könnun Gallups. Í yngsta og elsta aldurshópnum fjölgar þeim þó lítillega, en í öðrum hópum er samdráttur.Þannig segjast 29% fólks á aldrinum 18–29 ára vera trúuð, en voru 28% árið 2014.Nokkuð hefur verið fjallað um aukna trúrækni og kirkjusókn ungs fólks að undanförnu, en ekki eru sterkar vísbendingar um það í könnuninni. Þó er rétt að taka fram að hún nær ekki til fólks undir átján ára aldri.Fréttastofa fór á stúfana og ræddi við nemendur í tveimur menntaskólum, sem höfðu ólíka sýn á trúna.Trúuðum landsmönnum hefur fækkað um fimmtung á áratug. Yngsti og elsti aldurshópurinn skera sig þó úr en þar fjölgar í hópi trúaðra. Fréttastofa tók púlsinn á framhaldsskólanemum.„Ég myndi alveg segja að ég væri trúaður. En ekki eitthvað rosalega sk