Fulltrúar Bandaríkjanna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna komu í dag í veg fyrir að ráðið samþykkti ályktun um tafarlaust vopnahlé í Gaza, þar sem ísraelski herinn stendur fyrir mannskæðri innrás í Gazaborg samhliða því sem alþjóðastofnanir hafa skilgreint sem þjóðarmorð á Palestínumönnum. Ályktunin kvað á um „kröfu um fyrirvaralaust, skilyrðislaust og varanlegt vopnahlé í Gaza sem allir aðilar virða“. Sömuleiðis fólst...