Verktökusamningum milli sérgreinalækna og Sjúkrahússins á Akureyri hefur verið sagt upp. Heilbrigðisráðuneytið telur samningana auðvelda læknum að rukka fyrir gerviverktöku.Sjúkrahúsið á Akureyri er eina heilbrigðisstofnun landsins sem hefur ekki aflagt samninga sem kallast ferliverkasamningar. Það verður þó gert fyrir áramót, sem hefur vakið óánægju þeirra þrettán lækna sem hafa haft samningana. Læknar sem fréttastofa hefur rætt við segjast hafa áhyggjur af breytingunum og áhrifum þeirra á þjónustu spítalans.„Það eru samningar í gildi sem við erum að fara yfir og viljum bara fá að fara yfir með okkar sérgreinalæknum og leitum bara að lausnum svo við getum verið með okkar góðu öflugu þjónustu áfram“, segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Hvað er gerviverktaka