Fyrstu umræðu um bókun 35 lauk á Alþingi snemma á sjöunda tímanum og gengur málið til utanríkismálanefndar. Málið mætir harðri andstöðu Miðflokksins en þótt efasemda gæti innan hinna stjórnarandstöðuflokkanna er mikill meirihluti þingmanna fylgjandi málinu.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, mælti fyrir frumvarpinu á tólfta tímanum í morgun og hefur umræðan staðið yfir nær óslitið síðan þá. Hún sagðist leggja ríka áherslu á að málið nái í gegn að ganga á þessu þingi, en þetta er í fjórða skipti sem frumvarpið er lagt fram en það hefur aldrei fengið afgreiðslu. Hún sagði nýlegan dóm Hæstaréttar knýja á um samþykkt bókunarinnar.„Þetta er eitt af þeim málum sem ég veit að það er góður meiri hluti fyrir hér á þingi og það er mikilvægt að þingviljinn nái fram að ganga fyrir fólki