Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

„Það eru allir strandveiðimenn á því að þetta er gjörsamlega galið“

Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, telur að trúverðugleiki Hafrannsóknarstofnunar hafi minnkað og að stofnunin hafi stigið inn á svið pólitíkurinnar eftir viðtal í kvöldfréttum þar sem Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs Hafrannsóknarstofnunar, lýsti því yfir að Ísland væri lengra komið en aðrar þjóðir í verndun hafsvæða því hér væri „gott fiskveiðistjórnunarkerfi“.„Það getur vel verið að það sé rétt og það getur verið að það sé rangt,“ segir Kjartan „En þetta er pólitísk afstaða, ekki vísindaleg,“ segir hann.Þá segir hann Hrönn hafa farið með rangt mál þegar hún sagði vernd felast í kerfinu þar sem togveiðar væru ekki leyfðar innan 12 mílna lögsögu. Gerð hafi verið breyting á því árið 2023 þegar togveiðar voru leyfðar allt að þremur mílum frá landi. ST
„Það eru allir strandveiðimenn á því að þetta er gjörsamlega galið“

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta