Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Komst á pall í tröllaukinni evrópskri iðnkeppni

Íslenskur keppandi komst í annað sinn á verðlaunapall á EuroSkills, Evrópumóti iðn-, verk- og tæknigreina sem fram fór í Herning í Danmörku um liðna helgi. Það var Gunnar Guðmundsson, keppandi í iðnaðarrafmagni sem vann bronsið, en auk hans hlutu tveir Íslendingar viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur; Andrés Björgvinsson fyrir matreiðslu og Daniel Francisco Ferreira, fyrir húsarafmagn.Keppnin er risavaxin – þangað mættu yfir 100.000 manns sem höfðust margir við í nágrannabæjum á meðan á keppni stóð, en íbúar Herning eru aðeins um 50 þúsund. Keppt var í tólf stórum höllum og í 38 greinum. Ísland sendi 13 manns til keppni en alls voru yfir 40 í íslenska hópnum.Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, bauð keppendunum til mótttöku á Bessastöðum á mánudag og afhenti þeim viðurkenningarskjöl.
Komst á pall í tröllaukinni evrópskri iðnkeppni

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta