Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Lögreglan varar við ýtnum og frekum svikahröppum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við óprúttnum aðilum sem hafa verið á kreiki við verslunarmiðstöðvar í borginni og þóst vera að safna peningum í nafni Félags heyrnarlausra.Varað hefur verið við mönnunum í hverfishópum á Facebook. Mennirnir, sem eru erlendir ríkisborgarar, þykjast jafnvel sjálfir vera heyrnarlausir og „eru þeir sagðir mjög ýtnir og frekir við að fá fólk til að millifæra peninga í gegnum síma,“ að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mál eins og þetta kemur upp og lögreglan ítrekar að mennirnir eru ekki á vegum Félags heyrnarlausra.Menn sem þykjast vera heyrnarlausir hafa reynt af hafa fé af fólki í verslunarmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu.RÚV Anton Brink / Anton Brink RÚV
Lögreglan varar við ýtnum og frekum svikahröppum

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta