Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Trump og Starmer ósammála um palestínskt ríki

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri ósammála Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, um áform breskra stjórnvalda að viðurkenna sjálfstæði og fullveldi Palestínu. Bretar ætla, auk Frakka, Kanadamanna og fleiri þjóða, að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. „Ég er óssamála forsætisráðherranum um þetta mál – eitt af aðeins mjög fáum málum sem við erum ósammála um,“ sagði Trump á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra Starmers síðdegis, eftir tvíhliða fund þeirra í sumarbústað forsætisráðherrans skammt norður af Lundúnum. Þriggja daga opinberri heimsókn Trumps til Bretlands er því lokið. Hann hitti í gær Karl III konung og aðra meðlimi konungsfjölskyldunnar í Windsor-kastala. Trump og Starmer voru þó samstíga um
Trump og Starmer ósammála um palestínskt ríki

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta