Fjármagnið sem á að sparast við breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar verður nýtt til að virkja fólk til atvinnuþátttöku, að sögn forsætisráðherra.Félags- og húsnæðismálaráðherra áformar meðal annars að stytta bótatímabil úr 30 mánuðum í 18 og herða lágmarksskilyrði fyrir greiðslu bóta.Verkalýðshreyfingin brást ókvæða við og miðstjórn ASÍ ályktaði meðal annars að ríkisstjórnin ætti að falla frá þessum áformum. Atvinnulausir og aldraðir séu ekki breiðu bökin sem ættu að bera byrðarnar af hagræðingu í ríkisrekstri.Kristrún segir að rætt hafi verið í nokkurn tíma að stytta bótatímabilið. Það sé í lengra lagi miðað við í nágrannalöndunum.„Forsendur fyrir því eru auðvitað að það verði fjárfest ríkulega í virkniúrræðum fyrir fólk. Við viljum að fólk þurfi að vera í sem stystan tíma á atv