Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Svona fremur Ísrael þjóðarmorð, að mati nefndar Sameinuðu þjóðanna

Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir í nýrri skýrslu að Ísrael fremji þjóðarmorð á Gaza. Gjörðir Ísraelshers uppfylla fjögur af fimm skilyrðum hópmorðs:Að drepa fólk úr hópnum, sem Ísraelsmenn hafa gert með beinum árásum.Að valda fólki úr hópnum alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða. Beinar árásir, misþyrming á föngum og eyðilegging heimila fólks hafa stuðlað að því.Að þröngva hópnum af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins. Ísraelsmenn hafa sprengt sjúkrahús og komið í veg fyrir að neyðaraðstoð og nauðsynjar komist til Gaza.Að beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum. Árás á stærstu frjósemisstofu héraðsins í desember 2023 fellur undir það. Þar eyðilögðust um 4.000 fósturvísar.
Svona fremur Ísrael þjóðarmorð, að mati nefndar Sameinuðu þjóðanna

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta