Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði og Suðausturland vegna norðvestan hvassviðris. Búist er við vindi 10 til 18 m/s en mjög snörpum vindhviðum við fjöll yfir 30 m/s. Aðstæður geta verið varasamar fyrir vegfarendur á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind eða eru með aftanívagna.Viðvaranirnar taka gildi snemma í nótt og gilda þar til síðdegis á morgun, föstudag.Veðurstofa Íslands