„Þetta skiptir öllu máli og ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda ef við fáum ekki þessar aflaheimildir í skel- og rækjubótum,“ segir Eggert Halldórsson, framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Þórsness ehf. í Stykkishólmi, í samtali við Morgunblaðið en Þórsnes, sem gerir út samnefndan bát, er stærsti einstaki handhafi þeirra aflaheimilda sem úthlutað er á grundvelli skel- og rækjubóta.