Á fimmtudag hefst fjögurra daga kvikmyndahátíðin Icelandic Queer Film Festival í Bíó Paradís, eða íslenska hinsegin kvikmyndahátíðin í Reykjavík. Dagskráin, sem stendur yfir í fjóra daga, býður meðal annars upp á úrval kvikmynda frá öllum heimshornum og sérstaka ungmennadagskrá. Hátíðin er styrkt af Kvikmyndasjóði Íslands, Reykjavíkurborg og Barnamenningarsjóði. Sigríður Ásgeirsdóttir og Óli Hjörtur Ólafsson, sem standa að hátíðinni, ræddu við menningarvef RÚV. Hugmyndin kviknaði þegar Óli Hjörtur tók við rekstrarstjórn Bíó Paradís fyrir um þremur árum. „Ég er algjört bíónörd, alveg frá því ég man eftir mér,“ segir Óli og Sigríður staðfestir það. „Heima hjá honum er allt myndefni á veggjum og bækur tengt kvikmyndum.“Hann hefur lengi átt sér draum um að koma á fót hinsegin kvikmyndahátíð. „