Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Mikill meirihluti segist geta lagt fyrir um hver mánaðamót

Aldrei hafa fleiri sagst geta lagt fyrir í lok hvers mánaðar en í nýjum þjóðarpúlsi Gallups.Sautján prósent segjast geta safnað talsverðu sparifé og 52 prósent segjast geta safnað svolitlu sparifé. Fjögur prósent segjast hins vegar safna skuldum og sex prósent nota sparifé til að ná endum saman.„Það sem er auðvitað jákvætt er að upplifun fólks af eigin hag er aðeins bjartari en áður en ég myndi ekki fara lengra með að draga einhverjar ályktanir út frá nákvæmri stöðu heimilanna,“ segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi.Hann segir alltaf mun á upplifun fólks og gögnum.„Það er áhugavert að rýna í þau gögn sem Seðlabankinn birtir reglulega. Stundum er ákveðin seinkun, en hún sýnir okkur bæði meðaltöl og fjölda á tiltekinni skuldastöðu, greiðslubyrði okkar, sparnaði og hvernig hann þróast.
Mikill meirihluti segist geta lagt fyrir um hver mánaðamót

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta