Stefán Ingvar Vigfússon uppistandari og eiginkona hans, Hólmfríður María Bjarnardóttir, sérfræðingur á Borgarbókasafninu og ritstjóri, eru nýkomin úr ferðalagi til Astana í Kasakstan með millilendingu í Istanbúl í Tyrklandi. Þau sóttu IFLA-ráðstefnuna í Astana, sem er stærsta bókasafnsráðstefna í heimi sem haldin var í höfuðborg Kasakstan. Þau kíktu í Sumarmál á Rás 1 og sögðu Gunnari Hanssyni og Guðrúnu Gunnarsdóttur ferðasögu sína. „Við komum heim á mánudagseftirmiðdag beint í vinnuna. Tæplega sólarhringsferðalag með öllu, við gistum eina nótt í Tyrklandi á bakaleiðinni,“ segir Stefán. KOMIN MEÐ RÁÐSTEFNUVEIRUNA Þau sóttu ráðstefnuna í fyrsta skipti en ætla áreiðanlega aftur. „Það er talað um að allir bókasafnsfræðingar verði að fara einu sinni á IFLA en svo er líka talað um að maður