Vestur-Afríkuríkið Búrkína Fasó hefur fylgt í fótspor nágrannaríkja sinna með því að setja lög sem lýsa samkynhneigð refsiverða. Lögin voru samþykkt einróma af öllum 71 þingmanninum á búrkínska bráðabirgðaþinginu, sem hefur farið með löggjafarvald frá því að herinn tók völdin í landinu fyrir nærri þremur árum.„Lögin gera ráð fyrir tveggja til fimm ára fangelsisvist og sektum,“ sagði dómsmálaráðherrann Edasso Rodrigue Bayala í tilkynningu í búrkínska ríkissjónvarpinu. Hann tók fram að ef útlendingar gerðust brotlegir gegn lögunum yrði þeim vísað úr landi. Lagabreytingin er hluti af breytingum á lagabálki Búrkína Fasó um einstaklinga og fjölskyldur. Með breytingunum eru einnig sett strangari skilyrði fyrir því að fólk fái ríkisfang í landinu með hjónabandi við búrkínskan ríkisborgara. Bayala