Belgía ætlar að viðurkenna sjálfstæði Palestínuríkis á samkomu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í september. Maxime Prevot utanríkisráðherra Belgíu tilkynnti þetta í færslu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) í dag.„Palestína verður viðurkennd af Belgíu á fundi SÞ!“ skrifaði Prevot. „Og sterkar efnahagsþvinganir verða lagðar á ísraelsku ríkisstjórnina. Allt gyðingahatur eða upphafning á hryðjuverkum stuðningsmanna Hamas verður jafnframt fordæmt af aukinni hörku.“ Belgía bætist þar með í hóp vestrænna ríkja sem ráðgera að viðurkenna Palestínu á allsherjarþinginu. Frakkland, Ástralía og Malta hafa þegar kunngert að þau muni viðurkenna Palestínu þegar allsherjarþingið kemur saman. Bretland og Kanada hafa einnig sagst ætla að viðurkenna Palestínu en settu þó nokkra varnagla um skilyrði sem