Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Rúmlega þúsund látin eftir skriðu í Súdan

Rúmlega þúsund manns fórust í miklu skriðufalli í Darfúr í vesturhluta Súdan. Frelsishreyfing Súdans (SLM), uppreisnarhreyfing sem ræður yfir fjallahéruðum í Darfúr, segir heilt fjallaþorp, Tarasin í Marra-fjöllunum, hafa orðið undir skriðunni og að aðeins ein manneskja hafi lifað hamfarirnar af.„Fyrstu upplýsingar gefa til kynna að allir þorpsbúar, sem talið er að séu rúmlega þúsund talsins, hafi farist og að aðeins einn hafi komist lífs af,“ sagði SLM í tilkynningu um hamfarirnar.Hreyfingin sagði skriðuna hafa lagt hluta landshlutans, sem er þekktur fyrir sedrusrækt, í rúst. Þá biðlaði hreyfingin til Sameinuðu þjóðanna og annarra hjálparsamtaka um hjálp við að nálgast líkamsleifar hinna látnu, sem eru grafnar undir aur og grjóti.Héraðsstjóri Darfúr, Minni Minnawi, kallaði skriðufallið „m
Rúmlega þúsund látin eftir skriðu í Súdan

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta