Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Rektor HÍ segir skýran rétt til bæði mótmæla og fyrirlestrahalds

Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, var gestur í Silfrinu í kvöld. Þar ræddi Sigríður Hagalín Björnsdóttir við hana um atvik þar sem aflýsa þurfti fyrirlestri vegna mótmæla fyrir tæpum mánuði síðan.Þann 6. ágúst síðastliðinn stóð til að ísraelski fræðimaðurinn Gil Epstein, prófessor í hagfræði við Bar Ilan-háskóla í Ísrael, héldi fyrirlestur um áhrif gervigreindar á vinnumarkað og lífeyrismál í Þjóðminjasafni Íslands. Fyrirlesturinn var á vegum Rannsóknastofnunar um lífeyrismál.Fyrirlestrinum var harðlega mótmælt af hópi fólks, sem innihélt meðal annars nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands. Tilefni mótmælanna var hernaður Ísraelsmanna á Gaza.Silja Bára segir að þá hafi stangast á réttur starfsfólks til mótmæla annars vegar og til viðburða- og fyrirlestrahalds hins vegar. Hún
Rektor HÍ segir skýran rétt til bæði mótmæla og fyrirlestrahalds

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta