Innviðaráðherra skoðar leiðir til að tryggja 48 daga strandveiði næsta sumar. Hann segir erfiðleikum bundið að velja hverjir fari á strandveiðar enda eigi þær að tryggja atvinnufrelsi. Mögulega ætti meiri þorskkvóti að fást inn í kerfið í skiptum fyrir aðrar tegundir.Nýrri ríkisstjórn tókst ekki að tryggja ákvæði í stjórnarsáttmála um að tryggja 48 daga strandveiði í sumar. Byggðapotturinn, sem í fara 5,3 prósent aflaheimilda, var því fluttur yfir til innviðaráðherra sem einnig fer með byggðamál. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra skoðar leiðir til að strandveiðikvótinn nýtist betur þeim sem hafa lifibrauð af smábátaútgerð.„Til dæmis með að skoða eignarhald á bátum, að það sé hundrað prósent eignarhald á bátum. Það er mikilvægt að þeir sem búa úti á landi, að þeir sem hafa lifibrauð af st