„Það er augljóst að við verðum að vera skýrari í okkar málflutningi og hvernig við birtumst þjóðinni. Ég er á þeirri skoðun að grundvallargildi og það sem við Framsókn höfum fram að færa sé algjörlega nauðsynlegt fyrir þjóðina,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu.Hann segir hins vegar erfitt fyrir miðjuflokka á Íslandi, og annars staðar, um þessar mundir þar sem öfgahyggja og hávaði hafi ráðið ríkjum.Fylgi Framsóknarflokksins mældist aðeins 4,5% í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hefur ekki verið minna síðan frá því að mælingar Gallups hófust árið 1992. Ef gengið yrði til kosninga í dag fengi flokkurinn tvo kjördæmakjörna þingmenn, samkvæmt könnuninni.„Við tökum þessu sem hvatningu um að vera enn skýrari og berjast skýrar á næstu vikum og mán