Litrík sjón blasti við íbúum hollensku borgarinnar Tilburg um helgina. Rauðhært fólk á öllum aldri flykktist til borgarinnar til að taka þátt í hátíð tileinkaðri rauða hárlitnum.Yfir þúsund gestir frá rúmlega áttatíu löndum komu á hátíðina. Skipuleggjendur segja að hún sé bæði sú stærsta og elsta í heiminum. Markmiðið með hátíðinni er að rauðhærðir finni fyrir stolti, viðurkenningu og tengist öðrum með sama hárlit.„Það eru ekki margir rauðhærðir í heiminum en hér koma þeir saman. Það er gaman,“ segir rauðhærður drengur á hátíðinni.