Ár er liðið síðan Akureyrarbær lagði línur um tækjanotkun fyrir alla níu grunnskóla sveitarfélagsins. Símar eru bannaðir í skólunum, að frátöldum símatíma einu sinni í viku. Kennarar segja bannið hafa reynst vel. Stundum hafi þó reynst krefjandi að framfylgja því.Nemendur í Naustaskóla hefja daginn á því að skila af sér farsímum í læsta skápa. Andri Snær Stefánsson, umsjónarkennari á unglingastigi í Naustaskóla, segir að unglingarnir séu þó útsjónasamir. Sumir hafi sett gamla farsíma í hólfin til að geta haft sinn með sér í tíma og starfsfólk skólans þurfi því að vera vel vakandi til að framfylgja símaleysinu.„Þetta er eitthvað sem við einmitt erum líka að læra inn á og það ber bara að hrósa krökkunum fyrir góðar hugmyndir og að finna leiðir,“ segir Andri Snær.Íslenskir grunnskólanemar búa