Gulur September, vitundarvakning um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir, var settur í dag. Í ár er sérstök áhersla lögð á geðheilbrigði eldra fólks.Eldra fólk leitar síður aðstoðar en þeir sem yngri eru en finna engu að síður mörg fyrir einmanaleika og félagslegri einangrun. Að meðaltali fellur 41 einstaklingur fyrir eigin hendi á ári hverju á Íslandi.Borgarstjóri setti athöfnina en þjónusta við eldri borgara er á vegum sveitarfélaganna. Hún segir samkomustaði í borginni lykilatriði til að sporna við einmanaleika.Ef þú eða einhver sem þú þekkir glímir við sjálfsvígshugsanir eða sjálfskaðandi hegðun má alltaf hafa samband við Píeta-samtökin. Þá er hjálparsími Rauða krossins opinn allan sólarhringinn í síma 1717 og netspjall á heimasíðunni 1717.is.