Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Sumud-flotinn lagður aftur af stað til Gaza

Tuttugu skipa floti sem hyggst koma hjálpargögnum til Gaza er aftur lagður af stað frá Barcelona eftir að hann þurfti að snúa við vegna slæms veðurs.Ísraelsher situr um Gaza bæði á sjó og landi og hleypir sáralitlu af neyðargögnum þangað.Með í för er m.a. sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg, sem fór einnig með flota að Gaza í júní. Þá stöðvuðu ísraelskir hermenn bát hennar á alþjóðlegu hafsvæði, tóku hana og fleiri höndum og vísuðu frá Ísrael.Búist er við að flotinn verði kominn til Gaza um miðjan september. Flotinn nefnist Alþjóðlegi Sumud-flotinn. Orðið sumud þýðir þrautseigja á arabísku.EPA / TONI ALBIR
Sumud-flotinn lagður aftur af stað til Gaza

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta