Fylgi Framsóknarflokksins heldur áfram að dragast saman. Flokkurinn mælist með 4,5% fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallups og hefur ekki mælst minna frá því Gallup hóf að mæla fylgi flokka árið 1992.Þrátt fyrir að vera undir fimm prósenta mörkunum fengi flokkurinn tvo kjördæmakjörna þingmenn, samkvæmt könnuninni. Flokkurinn nýtur áberandi mests stuðnings í Norðvesturkjördæmi, þar sem hann er með ríflega 14% stuðning og Norðausturkjördæmi þar sem 7,8% segjast myndu kjósa flokkinn.Fylgi Viðreisnar minnkar um tæp tvö prósentustig milli mánaða en flokkurinn mælist með 12,9%.Litlar breytingar eru annars á fylgi flokka.Samfylkingin mælist með langmest fylgi, 34,6%, sem er á pari við síðasta mánuð. Flokkurinn fengi 25 þingmenn samkvæmt könnuninni.Sjálfstæðisflokkurinn mælist næststærstur með 19,7% og