Fremstu fræðimenn heims á sviði þjóðarmorðs hafa lýst því yfir að aðgerðir Ísraels á Gaza uppfylli lagalega skilgreiningu þjóðarmorðs. Minnst 31 hefur verið drepinn í aðgerðum Ísraelshers á Gaza í dag. Herinn heldur áfram áköfum hernaði í Gaza-borg, sem herinn skilgreindi sem vígvöll fyrir helgi. Þar hafa minnst þrettán verið drepin í dag.Alþjóðasamtök þjóðarmorðsfræðimanna (IAGS), sem stofnuð voru 1994 og telur 500 meðlimi, samþykktu sameiginlega ályktun þar sem segir að stefna Ísraels og aðgerðir þess á Gaza uppfylli skilgreiningu þjóðarmorðs samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um þjóðarmorð frá 1948. Mikill meirihluti félagsmanna, 86 prósent, kaus með ályktuninni.„Þetta er afdráttarlaus yfirlýsing frá sérfræðingum á sviði þjóðarmorðsrannsókna um að það sem er að gerast á Gaza er þjóðar