Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Dómsmálaráðuneytið semur við Rauða krossinn um ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga

Rauði krossinn og dómsmálaráðuneytið hafa gert með sér samning um áframhaldandi ráðgjafarþjónustu Rauða krossins við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum.Samningur vegna þjónustunnar milli félagsmálaráðuneytisins og Rauða krossins féll úr gildi í lok júní en í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar færðust mál flóttafólks og hælisleitenda í auknum mæli yfir til dómsmálaráðuneytisins.Í tilkynningu Rauða krossins segir að félagið hafi um árabil veitt flóttafólki ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga. Í fyrra veitti Rauði krossinn um 250 viðtöl vegna fjölskyldusameininga.Samningur félagsins við dómsmálaráðuneytið um ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga gildir til loka árs 2026.
Dómsmálaráðuneytið semur við Rauða krossinn um ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta