Forsætisráðherra Spánar segir yfirvöld alls ekki hafa verið nógu vel undirbúin fyrir mikla góðurelda í sumar. Eldarnir eru orðnir að pólitísku hitamáli.Aldrei hefur eins mikið land brunnið í gróðureldum á Spáni og í sumar. Fjórir fórust og þúsundir neyddust til að yfirgefa heimili sín. Forsætisráðherra landsins, Pedro Sanchez, sagði í dag ljóst að undirbúningur yfirvalda til að bregðast við hitabylgju og gróðureldum hafi ekki verið nægur. Hann kynnti átak stjórnvalda og sagði þörf á að fjölga slökkviliðsmönnum og landvörðum. Eins þurfi að fjárfesta í nákvæmari mælitækjum til að geta séð fyrir þegar stefni í hamfarir.Forsætisráðherrann sagði gróðurelda í dag vera alvarlegri og ófyrirsjáanlegri en áður vegna loftslagsbreytinga. Þeir væru einnig banvænni og hættulegri.Flokkur forsætisráðherra