Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, mannréttindalögfræðingur og fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður Pírata, er tekin við stöðu alþjóðlegs framkvæmdastjóra samtakanna Courage International. Þessu greinir hún frá á Facebook.Courage International eru samtök sem helga sig baráttunni fyrir frjálsu flæði upplýsinga, tjáningarfrelsi, fjölmiðlafrelsi og friðhelgi einkalífsins, að því er fram kemur á vef samtakanna.Þórhildur Sunna segir samtökin hafa unnið gríðarlega mikilvægt starf við verndun uppljóstrara og blaðamanna sem sæta árásum eða refsiviðurlögum allt frá árinu 2014. Stærstu verkefni samtakanna hafi falist í því að styðja við uppljóstrara á borð við Edwards Snowden og berjast fyrir frelsi Julians Assange, sem jafnframt stofnaði samtökin. FYRSTA VERKEFNI SAMTAKANNA Á ÍSLANDI UNDIRBÚNING