Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Þórhildur Sunna er framkvæmdastjóri alþjóðlegra samtaka um vernd uppljóstrara

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, mannréttindalögfræðingur og fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður Pírata, er tekin við stöðu alþjóðlegs framkvæmdastjóra samtakanna Courage International. Þessu greinir hún frá á Facebook.Courage International eru samtök sem helga sig baráttunni fyrir frjálsu flæði upplýsinga, tjáningarfrelsi, fjölmiðlafrelsi og friðhelgi einkalífsins, að því er fram kemur á vef samtakanna.Þórhildur Sunna segir samtökin hafa unnið gríðarlega mikilvægt starf við verndun uppljóstrara og blaðamanna sem sæta árásum eða refsiviðurlögum allt frá árinu 2014. Stærstu verkefni samtakanna hafi falist í því að styðja við uppljóstrara á borð við Edwards Snowden og berjast fyrir frelsi Julians Assange, sem jafnframt stofnaði samtökin. FYRSTA VERKEFNI SAMTAKANNA Á ÍSLANDI UNDIRBÚNING
Þórhildur Sunna er framkvæmdastjóri alþjóðlegra samtaka um vernd uppljóstrara

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta