Matvælastofnun hefur verið tilkynnt um innköllun á tveimur framleiðslulotum af ferskum kjúklingaafurðum frá Matfugli vegna gruns um salmonellusmit. Varan hefur verið innkölluð í varúðarskyni.Innköllun nær til eftirfarandi framleiðslulota: * Vörumerki: Ali, Bónus, Euro shopper, FK * Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ * Lotunúmer: 011-25-30-5-64 og 126-25-30-2-51 (heill kjúklingur, bringur, lundir, lærakjöt, bitar, kryddlegnir leggir, bringur og heill fugl), pökkunardagur 28.08.2025 og 29.08.2025 * Dreifing: Bónusverslanir, Krónuverslanir, Hagkaupsverslanir, Fjarðarkaup, Prís, Kassinn, Jónsabúð Hrá kjúklingalæri. Myndin tengist fréttinni ekki beint.RGBStock / sanja gjenero