Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Fyrrum þingforseti Úkraínu skotinn til bana í Lvív

Andríj Parúbíj, fyrrverandi forseti úkraínska þingsins, var skotinn til bana í borginni Lvív í dag. Lögreglan leitar nú að árásarmanninum.Myndband hefur komist í dreifingu sem á að sýna árásina á Parúbíj. Í myndbandinu virðist árásarmaðurinn vera dulbúinn sem sendill frá sendiþjónustunni Glovo. Oleksandr Sjlíakhovskyj lögreglustjóri í Lvív sagði við fjölmiðla að árásarmaðurinn hefði skotið um átta skotum úr vopni sem enn væri ekki búið að bera kennsl á. Að sögn hans virtist morðið hafa verið vandlega undirbúið.Parúbíj var forseti úkraínska þingsins Verkhovna Rada frá 2016 til 2019. Hann var áberandi í Evromajdan-hreyfingunni árin 2013 til 2014, sem leiddi til þess að Víktor Janúkovytsj forseta var steypt af stóli.Síðustu æviár sín var Parúbíj meðlimur í Evrópskri samstöðu, stjórnmálaflokki
Fyrrum þingforseti Úkraínu skotinn til bana í Lvív

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta