Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Stórfelldur laxadauði vegna þörungablóma í Berufirði

Þörungablómi drap vel yfir 200 þúsund eldislaxa í Berufirði í júlí. Kaldvík segir þetta áfall og ætlar að herða mjög eftirlit og sjósýnatöku og breyta fóðrun þegar ákveðnar tegundir þörunga eru við yfirborð sjávar. TVÆR BYLGJUR ÞÖRUNGABLÓMA Þörungar taka að vaxa og fjölga sér hratt í sjónum þegar sólarljós eykst á vorin og laxeldisfyrirtæki þurfa að búa sig undir tvær bylgjur þörungablóma. Fyrst í maí þegar mikil næring er fyrir þörunginn sem hjaðnar í júní þegar hann hefur étið upp. Í júlí getur blóminn vaxið aftur.Þetta olli miklu tjóni hjá Kaldvík í Berufirði í sumar. Tölur um laxadauða í júlí eru nýbirtar í mælaborði Fiskeldis og kemur í ljós að yfir 236 þúsund laxar drápust í firðinum eða yfir 16% af fiskinum. Það var lax sem átti að slátra í haust og vetur og fóru mikil verðmæti í
Stórfelldur laxadauði vegna þörungablóma í Berufirði

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta