Carsten Breuer, yfirmaður allra herja Þýskalands, segir að hann hafi á fjörutíu ára ferli sínum ekki séð jafnmikla ógn frá Rússum og nú. Nauðsynlegt sé að vesturveldin búi sig undir mögulega árás Rússlands á eitt eða fleiri NATO-ríki innan næstu fjögurra ára.