Byggingaframkvæmdir hafa lengi staðið yfir á húsinu sem áður hýsti Hótel Sögu og Bændasamtökin og verður meðal annars ætlað menntavísindasviði Háskóla Íslands.Háskólinn sendi erindi til Umhverfis- og orkustofnunar í síðustu viku, 18. og 21. ágúst, og vísaði í sérstök undantekningartilvik samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Að því er fram kemur á vef Umhverfis- og orkustofnunar segir í erindi skólans að afar brýnt sé að hefja kennslu á Sögu.Það geti valdið nemendum menntavísindasviðs, sem eru 2500, og starfsfólki töluverðu tjóni að bíða með kennslu í þær fjórar vikur sem Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sé skylt að hafa í birtingu auglýsingu um starfsemina.Heilbrigðiseftirlitið staðfesti að starfsleyfi fyrir kennsluhúshæði á annarri hæð í norðurálmu væri fullnægjandi. Umhverf