Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, fór í ískönnunarflug í gær á siglingaleiðinni undan Norðvesturlandi, frá Sauðanesi að Hornbjargi og norður af Ströndum. Fjöldi tilkynninga um jaka hafði þá borist stjórnstöð Gæslunnar.Í tilkynningu segir að áhöfnin hafi komið auga á fyrsta ísjakann þegar hún var á flugi stutt vestur af Skagatá. Við Hornbjarg varð hún svo vör við stóran jaka sem reyndist 300 metra langur, 300 metra breiður og 75 metra hár. Reyndist jakinn vera um 42 sjómílur norður af Hornbjargi.Gæslan bendir á að til samanburðar er Hallgrímskirkja 74,5 metra há.„Miðað við stærð íssins og dýpis á svæðinu þóttu allar líkur á því að ísinn væri strandaður. Áhöfnin notaði tækifærið hélt stutta æfingu þar sem sigmaður þyrlusveitarinnar seig niður á ísinn og var svo hífður upp stuttu s